Hleð...


Bókunarkerfi fyrir bílaleigur

Bílaleigukerfið er auðvelt í notkun en á sama tíma afar fullkomið og býður uppá alla þá möguleiki sem góð bílaleiga þarf á að halda og tengist við alla helstu greiðslumiðlara.

Meðal eiginleika er almenn vefumsjón, bókunarkerfi, flotastýring, sölukerfi, afsláttarkerfi, söluskrifstofukerfi, söluskýrslur, yfirlit á dagatali, viðskiptakerfi, google conversion tracking ofl.

Bókunarkerfi fyrir ferðaþjónustu

Heildarlausn fyrir ferðaþjónustur, kerfið er bæði vefumsjónar og bókunarkerfi sem tengist við alla helstu greiðslumiðlara.

Meðal eiginleika er auðveld innsetning ferða og rauntíma bókunarkerfi, afsláttarkerfi, flokkakerfi, sölukerfi ofl. Við aðlögum kerfið að þörfum hvers og eins. Leitaðu frekari upplýsinga hjá söluráðgjafa.

Bókunarkerfi fyrir hótel og gistiheimili

Bókunarkerfið hentar afar vel fyrir meðalstór og minni hótel eða gistiheimili. Afar auðvelt er að vinna með kerfið setja inn og hafa umsjón með herbergjum.

Meðal eiginleika er auðveld innsetning herbergja og rauntíma bókunarkerfi tengt við alla helstu greiðslumiðlara, afsláttarkerfi, dagatals yfirlit, sölukerfi ofl. Við aðlögum kerfið að þörfum hvers og eins. Leitaðu frekari upplýsinga hjá söluráðgjafa.

Netverslanir

Netverslunarkerfið okkar er afar fullkomið og hentar allt frá smáum netverslunum til stærri netverslana.

Kerfið er þegar tengt við alla helstu greiðslumiðlara og hægt að aðlaga að þörfum hvers og eins. Meðal eiginleika er vörukerfi, afsláttarkerfi, pantanakerfi, birgðakerfi, tölfræði, skýrslur, síðukerfi, fréttakerfi, skráarstjóri ofl.

Talvélin (Text-to-speech)

Talvélin er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá. Við bjóðum uppá hana sem vefþjónustu fyrir vefi og talar hún Íslensku, Ensku, Spænsku og Dönsku.

Hafðu samband við sölufulltrúa okkar fyrir frekari upplýsingar.

Póstlistakerfi / Markaðskerfi

Verksmiðjan býður upp á rafrænt póstlistakerfi fyrir stóra og smá aðila. Sáraeinfalt er að nýta sér þennan möguleika. Í byrjun er útbúið útlit á póstlistanum sem samræmist óskum viðskiptavinar og í framhaldi af því er mjög einfalt og þægilegt að senda út fréttabréf með útliti fyrirtækisins.

Meðal eiginleika er auðveld umsjón póstlista og bréfsendinga, fullkomin tölfræði, virkar á öllum snjalltækjum, sjálfvirkni ofl.

Vefumsjónarkerfi

Vefumsjónarkerfið okkar á sér langa sögu og hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 2003 og erum við stöðugt að kynna nýjunga og viðbætur.

Meðal eiginleika er að kerfið er einfalt í notkun, öruggt, full stjórn á vefsíðu og einstaklega leitarvélavænt auk fjölda annara viðbóta og er í notkun á fjölda fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Hafðu samband við okkur til að fá frekari kynningu á vefumsjónarkerfinu.

Borðabókunarkerfi

Hentar smærri og meðalstórum veitingastöðum, auðvelt í notkun og býður uppá gott yfirlit yfir bókanir dagsins ásamt því að með einum smell er hægt að sjá gróft yfirlit yfir bókanir vikunnar, mánaðarins osfr. Notendastýring er í kerfinu og því hægt að hafa umsjón með öllum þeim aðilum sem hafa aðgang að því. Einnig er auðvelt að tengja bókunarkerfið inná vefsíðu viðkomandi veitingastaðar og þannig geta viðskiptavinir bókað sjálfir með afar einföldum hætti. Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.

Bókunarkerfi fyrir hárgreiðslu- og snyrtistofur

Meðal eiginleika er gott yfirlit yfir bókanir dagsins, vikunnar eða mánaðarins. Dagatal fyrir hvern starfsmann, þjónustukerfi þar sem hægt er að setja inn þjónustu sem á að bóka í ásamt verðum og tíma, netbókunarkerfi sem hægt er að innleiða inn á vef viðkomandi stofu ásamt góðu viðskiptamannakerfi ofl. Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.

Veflausnir

Hér til hliðar getur þú séð þær veflausnir sem við höfum unnið með, þróað og forritað í gegnum tíðina. Ef lausnin er ekki nú þegar til hjá okkur þá smíðum við hana bara fyrir þig.

Hafðu samband við okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki.