Sími 499 30 88

Fyrirtækið

Verksmiðjan er samheldur hópur

Af hönnuðum, hugbúnaðarverkfræðingum og forriturum sem aðstoða fyrirtæki að hanna betri vefsíður, þjónustu og lausnir á veraldarvefnum.

Fyrirtækið

Hjá Verksmiðjunni starfar fjölbreyttur hópur sem á að baki margra ára reynslu á sviði upplýsingatækni.

Styrkur hópsins er falinn í þekkingu á upplýsingatækni og getu til að nýta hana í íslensku viðskiptaumhverfi og samfélagi. Markmiðið er að gera betur í dag en í gær og verkin endurspegla það markmið. Fagmennska, metnaður og heiðarleiki eru leiðarvísar í daglegum störfum hjá Verksmiðjunni.

Stefna

Allt frá stofnun Verksmiðjunnar hefur þjónusta við viðskiptavini fyrirtækisins verið það leiðarljós sem starfsemin hefur fylgt. Til að árangur náist hafa langtíma sjónarmið ráðið för og ekki tjaldað til einnar nætur í vinnubrögðum. Þannig er gætt að því að verkefnum sé fylgt úr hlaði og starfsfólk Verksmiðjunnar er til staðar fyrir viðskiptavini.

Lögð er áhersla á að hjá fyrirtækinu starfi hæft fólk sem er fært um að takast á við úrlausnir verkefna af fjölþættum toga með beitingu þeirrar tækni sem þykir hæfa best á hverjum tíma. Þjónusta, færni og heiðarleiki eru því lykilorð í allri starfsemi fyrirtækisins.

Yfir 0
Viðskiptavinir
Yfir 0
Verkefni kláruð

Helstu starfsmenn

Hafsteinn M. Másson

Framkvæmdastjóri

Davíð Elvar

Markaðs- & sölustjóri

Sóley Óttarsdóttir

Skrifstofa

Fáðu tilboð í þitt verkefni án skuldbindinga

Við gætum komið þér á óvart