Hleð...


Um fyrirtækið

Verksmiðjan er samheldur hópur af hönnuðum, hugbúnaðarverkfræðingum og forriturum sem aðstoða fyrirtæki að hanna betri vefsíður, þjónustu og vörur á veraldarvefnum. Fyrirtækið á sér langan aðdraganda og er samruni tveggja fyrirtækja, Aicon ehf. sem stofnað er árið 2003 af Guðmundi Jónssyni og Tikktakk hugbúnaðar sem stofnað var árið 2007 af Hafsteini Mássyni sem nú er starfandi framkvæmdastjóri félagsins.

Aðal áherslur fyrirtækisins er hönnun og forritun vefsíða og vefkerfa ásamt kerfis- og vefhýsingu, en einnig hefur fyrirtækið víðtæka reynsu af talgervlum og voru með fyrstu fyrirtækjum landsins að bjóða uppá slíka þjónustu undir nafninu Vefþulan sem nú hefur verið lögð niður og þess í stað komin nýr talgervill í samstarfi við Ivona sem ber nafnið Talvélin og gerir fyrirtækjum kleyft að bjóða uppá lesin texta á sínum vefsetrum (text-to-speech).

Starfsmenn Verksmiðjunnar hafa aðstoðað hundruði fyrirtækja að gera vefi sína, vöru og þjónustu betri á veraldarvefnum. Ef þú vilt slást í hópinn, ekki hika við að hafa samband við okkur strax í dag.

Við sjáum það sem okkar ábyrgð að vefurinn færist áfram en ekki aftur.

Til baka