Sími 499 30 88

Skilmálar


Eigandi Verksmidjan.is er Íslenska Verksmiðjan ehf. sem hér eftir er nefndur sem “Rekstraraðili”

Rekstaraðili ber ekki ábyrgð á töfum, skaða, niðritíma eða svartíma undir því sem almennt er gerð krafa til, sem verður vegna rangrar notkunar hugbúnaðar eða ef einhver annar en starfsfólk rekstaraðila á við kerfið eða uppsetningu þess.

Rekstraraðili ber enga ábyrgð á gæðum eða nothæfni vélbúnaðar, gagna eða efnis sem verkkaupi leggur til né á afleiddu tjóni eða hagnaðarmissi.

Verklok teljast þegar vefsetrið er tilbúið til efnisinnsetningar. Er þá gerður reikningur fyrir upphafskostnaði nema um annað hafi verið samið.

Innheimta mánaðargjalda hefst við verklok og greiðist mánuðinn fyrirfram. Gagnagrunnur og vefsetur verður vistað á vefþjónum rekstraraðila.

Vefhýsing eða aðrir samningar eru ekki uppsegnalegir i fyrstu 12 mánuðina frá verklokum eða áskriftar og framlengist ótímabundið með þriggja mánaða uppsagnarfresti nema honum hafi áður verið sagt upp með þeim fresti.

Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við mánaðarmót.

Við lok samnings á verkkaupi rétt á að fá virkan vef afhentan án viðhaldsskerfa, nema sérstaklega sé samið um annað.

Öll virkni umfram venjulegt HTML (þ.e. til dæmis en ekki einskorðað við Javascript, Java og MySQL) er eign rekstraraðila og er verkkaupa óheimilt að selja, leigja eða afhenda þriðja aðila þessa virkni hvort sem er í hluta eða heilu lagi, nema að fengnu skriflegu leyfi rekstaraðila.

Ef um sérhannaðann vef er að ræða er útlit vefsins eign verkkaupa og er honum heimil hvers konar önnur notkun á því svo sem í annað kynningarefni eða sem hluti af öðrum auglýsingum t.d. í sjónvarpi. Þó gildir um það sæmdarréttur eins og önnur hugverk.

Bætur sem rekstarðili kann að þurfa að greiða vegna ábyrgðar geta aldrei orðið hærri en nemur þeirri upphæð sem verkkaupi greiðir í stofnkostnað og ársleigu. Kostnaðarliðir byggja á núverandi gjaldskrá rekstraraðila frá 1. janúar 2019 og fylgja árlegum breytingum á verðskrá til samræmis við almenna hækkun á launum og verðlagi í landinu, næst 1. janúar 2020.

Allar óskir um breytingar frá samningi eða óskir um aukaverk þurfa að berast skriflega (fax eða tölvupóstur) frá tengilið.

Má rekstaraðili engin aukaverk vinna nema samkvæmt skriflegum fyrirmælum. Verkkaupi ber kostnað af breytingum sem framkvæma þarf eftir afhendingu og ekki eru innifaldar í verklýsingu.

Rekstraraðili getur krafist framlengingar á skilafresti ef gögnum er ekki skilað á tilskyldum tíma, breytinga verið óskað á verkinu eða verki seinkar vegna annarra atriða sem rekstaraðili ber ekki ábyrgð á.

Með kaupum á þjónustu hjá Verksmiðjunni samþykkir kaupandi þessa skilmála.